Ingvar P. Guðbjörnsson -
Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, lýsti því yfir formlega í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hann byði sig fram til varaformennsku í Framsóknarflokknum.
Hann sagði meðal annars í ræðu sinni að það væri þjóðarskömm hvernig síðustu fjögur ár hefðu farið með kjör aldraðra og öryrkja í þessu landi.
„Það er verkefni sem við framsóknarmenn verðum að taka af jafn mikilli festu og krafti og önnur mál,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni.
Sigurður Ingi sagðist vilja láta verkin tala og að hann treysti því að framsóknarmenn gætu gengið út af þessu þingi og barist til mikillar sóknar í vor og nýrrar framíðar íslenskrar þjóðar.
Kosið verður um embættið á morgun.