Ekki ný stjórnarskrá

Stjórnarskrármálið er ekki enn komið á dagskrá þingsins fyrir næstu …
Stjórnarskrármálið er ekki enn komið á dagskrá þingsins fyrir næstu viku. mbl.is/Golli

Tekin hefur verið ákvörðun um það í herbúðum stjórnarflokkanna að ekki verði reynt að keyra nýja stjórnarskrá í gegnum þingið. Eindreginn vilji er þó til þess að ná í gegn einstökum breytingum á stjórnarskránni og er líklegt að leitað verði samkomulags við stjórnarandstöðuna um það.

Stjórnarskrármálið er ekki enn komið á dagskrá þingsins fyrir næstu viku, en umræða hefst um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða á mánudag. Væntingar eru „raunhæfar“ meðal þingmanna beggja stjórnarflokka um að það nái fram að ganga á þeim fáu dögum sem eftir eru af kjörtímabilinu.

Ítarlega verður fjallað um þetta mál í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert