Margir Króatar vilja hæli

Í apríl 2009 mótmæltu sjö manns stefnu íslenskra stjórnvalda í …
Í apríl 2009 mótmæltu sjö manns stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. mbl.is/Ómar

Frá áramótum hefur 41 útlendingur sótt um hæli hér á landi en það jafngildir því að einn hafi sótt um hæli á dag og rúmlega það. Um helmingurinn af þessum hópi er frá Króatíu en hingað til hafa hælisleitendur þaðan verið afar fáséðir.

Frá áramótum hafa 22 Króatar sótt um hæli og sjö sóttu um hæli undir lok síðasta árs. Mörg börn eru í hópnum. Fólkið hefur komið hingað í nokkrum hópum; fjórir komu um helgina og fimm á þriðjudag. Ekki hefur komið fram að tengsl séu á milli fólksins en hluti hópsins er frá sama svæði í Króatíu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekki hafi borið á viðlíka fjölgun umsókna frá Króötum í nágrannalöndum Íslands, svo Útlendingastofnun viti til. Engin vitneskja er um hælisumsóknir fólksins í öðrum ríkjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert