Rok og þíða í kvöld

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Veður­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar var­ar við hvassviðri í kvöld en það hvess­ir af suðri með leys­ingu um land allt. Hált verður þegar blotn­ar þar sem þjappaður snjór og klaki eru fyr­ir á veg­um. Bú­ast má við hviðum 30-40 m/​s á norðan­verðu Snæ­fellsnesi í frá því um kl. 21 í kvöld og fram á nótt­ina.

Það er hálka á Hell­is­heiði og hálku­blett­ir á Sand­skeiði og í Þrengsl­um. Hálka er ann­ars  á Suður­landi og sumstaðar snjó­koma.

Á Vest­ur­landi er að mestu hálka og sumstaðar hálku­blett­ir en þó er snjóþekja og snjó­koma á Holta­vörðuheiði.

Á Vest­fjörðum er hálka á flest­um leiðum en þó er snjóþekja á Kleif­a­heiði og Stein­gríms­fjarðar­heiði, einnig er snjóþekja á Inn­stranda­vegi.

 Á Norður­landi er hálka á aðalleiðum. Flug­hált er svo á nokkr­um veg­um í Skagaf­irði.

Aust­an­lands er hálka en þó er snjóþekja á Vopna­fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir eru svo frá Fá­skrúðsfirði í Djúpa­vog. Á Suðaust­ur­landi er hálka frá Skafta­felli í Vík og sumstaðar krapi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert