Rok og þíða í kvöld

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við hvassviðri í kvöld en það hvessir af suðri með leysingu um land allt. Hált verður þegar blotnar þar sem þjappaður snjór og klaki eru fyrir á vegum. Búast má við hviðum 30-40 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi í frá því um kl. 21 í kvöld og fram á nóttina.

Það er hálka á Hellisheiði og hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka er annars  á Suðurlandi og sumstaðar snjókoma.

Á Vesturlandi er að mestu hálka og sumstaðar hálkublettir en þó er snjóþekja og snjókoma á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka á flestum leiðum en þó er snjóþekja á Kleifaheiði og Steingrímsfjarðarheiði, einnig er snjóþekja á Innstrandavegi.

 Á Norðurlandi er hálka á aðalleiðum. Flughált er svo á nokkrum vegum í Skagafirði.

Austanlands er hálka en þó er snjóþekja á Vopnafjarðarheiði. Hálkublettir eru svo frá Fáskrúðsfirði í Djúpavog. Á Suðausturlandi er hálka frá Skaftafelli í Vík og sumstaðar krapi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert