„Skjaldborgin um heimilin sneri öfugt“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

„Fullnaðarsig­ur í Ices­a­ve mál­inu gef­ur nú auk­in tæki­færi til að taka á þeim ógn­um sem vofa yfir ís­lensku efna­hags­lífi og heim­il­um. Í þeirri bar­áttu mun­um við sýna sömu festu og áður,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hófst í dag.

„Skjald­borg­in um heim­il­in sneri öf­ugt, og skjald­borg sem snýr öf­ugt kall­ast umsát­ur. Við þurf­um að leiða sókn­ina til að rjúfa umsátrið um heim­il­in. Þau mál snú­ast um rétt­læti inn á við og þar þurf­um við að sýna sömu festu og í bar­átt­unni fyr­ir rétt­læti út á við,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

„Megnið af kröf­un­um á hend­ur ís­lensk­um bönk­um eru ekki leng­ur í eigu þeirra sem töpuðu gríðar­há­um upp­hæðum á að lána ís­lensku bönk­um fjár­magn.

Þær voru keypt­ar af vog­un­ar­sjóðum sem í flest­um til­vik­um hafa hagn­ast gríðarlega á þeim,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Hann seg­ir Íslend­inga ekki geta leyft er­lend­um vog­un­ar­sjóðum að tefla framtíð ís­lensks efna­hags­lífs, heim­il­anna og fyr­ir­tækj­anna, í voða.

„Til­lög­urn­ar voru raun­hæf­ar“

„Tím­inn hef­ur leitt í ljós að þær til­lög­ur sem við lögðum fram fyr­ir fjór­um árum um leiðrétt­ingu á skuld­um heim­il­anna voru raun­hæf­ar og nauðsyn­leg­ar. En vegna póli­tískr­ar and­stöðu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna var því tæki­færi kastað á glæ. 

Við vöruðum við því að bönk­un­um yrði skipt upp með þeim hætti sem raun varð. Æskilegra hefði verið að hafa nýju bank­ana minni og út­lána­söfn þeirra betri.

Í stað stefnu stjórn­valda um að setja mörg hundruð millj­arða inn í allt of stóra nýja banka töld­um við æski­legra að kaupa skulda­bréf bank­anna sem þá voru seld á hra­kv­irði,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Hann sagði fram­sókn­ar­menn hafa varað við því að mynt­körfulán kynnu að verða dæmd ólög­mæt og þess vegna mætti ríkið ekki taka þau til sín í nýju bank­ana. „Fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra taldi eft­ir dóm­inn að tap rík­is­ins af þeirri aðgerð næmi yfir eitt­hundrað millj­örðum,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

„Mun­um í sam­ein­ingu móta fleiri til­lög­ur um lausn­ir“

„Á þessu flokksþingi mun­um við í sam­ein­ingu móta enn fleiri til­lög­ur um lausn­ir. Ef við kom­umst svo í aðstöðu til að fram­fylgja þeim mun­um við að sjálf­sögðu beita okk­ur af sömu ein­urð og festu og ein­kennt hef­ur bar­áttu okk­ar til þessa,“ sagði Sig­mund­ur Davíð í ræðu sinni í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert