Tæp 900 kíló af kleinum

Kleinur eru vinsælt viðbit hjá áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni.
Kleinur eru vinsælt viðbit hjá áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni. Af vefnum Júllinn

Áhöfn­in á Júlí­usi Geir­munds­syni er greini­lega hrif­in af klein­un­um frá Raggag­arði í Súðavík því þeir hafa alls borðað 864 kg af klein­um á níu árum. Þetta kem­ur fram á vefn­um Júll­an­um.

„Júlí­us Geir­munds­son ÍS  byrjaði að kaupa klein­ur af Raggag­arði árið 2004 og hef­ur því keypt klein­ur í 9 ár. Sam­kvæmt mínu bók­haldi sem dæmi þá keypti Júll­inn 97 kg af klein­um árið 2010 og árið 2011 alls 116 kg.  Ef meðaltal af þessu er 96 kg á ári hafa strák­arn­ir torgað tæpu tonni af  klein­um eða 864 kg á 9 árum,“ seg­ir á Júll­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert