Björgunarsveitir aðstoða jeppafólk

Björgunarsveitarmenn að störfum. Úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Úr safni. mbl.is/Júlíus

Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út til að aðstoða jeppafólk sem festist í krapa er það var að aka áleiðis til Skjaldbreiðs. Fólkið óskaði eftir aðstoð um kl. 22 í kvöld.

Lögreglan á Selfossi segir að fólkið hafi upphaflega haft samband við félaga sinn um kl. 19 en símasambandið slitnaði og hann gat ekki veitt þeim aðstoð. Bílarnir eru pikkfastir að sögn lögreglu

Ekki liggur fyrir með nákvæmum hætti hversu margir eru í bílunum en lögreglan segir að ekkert ami að fólkinu sem er vel út búið. Þó er vitað að fjögur börn eru með í för.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert