Læknar á LSH orðnir langþreyttir

Læknar að störfum.l.
Læknar að störfum.l.

„Það sem ég hef verið að heyra er að mönnum finnst búið að vera of mikið að gera, of lengi. Hljóðið er ansi þungt í læknum,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, spurður um andrúmsloftið innan læknastéttarinnar.

Óánægja lækna með kjör og starfsaðstæður hefur verið að magnast á síðustu misserum. Hún hefur m.a. birst í uppsögnum deildarlækna á bæklunarskurðdeild Landspítalans en um næstu mánaðamót verða þar aðeins eftir einn aðstoðardeildarlæknir og læknanemi á sjötta ári. „Vinnuna þar þarf að vinna og hún mun væntanlega bara flytjast yfir á aðra sem hafa nóg að gera fyrir,“ segir Þorbjörn.

Í vikunni hefur Morgunblaðið m.a. fjallað um aukið álag á Landspítalanum vegna farsótta og í kjölfarið hefur blossað upp umræða um gríðarlegt álag á læknum á Landspítalanum. „Ég held að þessi langvarandi sparnaður og niðurskurður sé farinn að bíta svona illa núna. Læknar eru orðnir hræddir um að þeir geti ekki veitt nægjanlega góða þjónustu. Ég hef sagt það í fjölmiðlum áður og það liggur bara í augum uppi að þegar álagið er of mikið er hættan á því að eitthvað fari úrskeiðis meiri. Þegar um er að ræða líf og heilsu fólks þá er það alls ekki ásættanlegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert