Neytendalánum breytt

Frá flokksþingi framsóknarmanna.
Frá flokksþingi framsóknarmanna. mbl.is/Styrmir Kári

Skipaður verður starfshópur sérfræðinga til að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um fjármál heimilanna. Vinnunni á að ljúka fyrir lok ársins.

Fram kemur í drögunum að brýnt er að takmarka áhrif verðtryggingar á meðan starfshópurinn vinnur og minnt á tillögu flokksins um að sett verði þak á verðtryggingu.

Sett er fram sú krafa Framsóknarflokksins að stökkbreytt húsnæðislán verði leiðrétt á sanngjarnan hátt enda hafi forsendur brostið við efnahagshrunið 2008. Lagt er til að sett verði svokölluð „lyklalög“ sem feli í sér ríkari ábyrgð lánveitenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert