Varað við svindlpósti

Óprúttnir aðilar reyna nú að svindla á viðskiptavinum Símans.
Óprúttnir aðilar reyna nú að svindla á viðskiptavinum Símans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Síminn vill vekja athygli fólks á að tölvupóstur sem sendur er í nafni fyrirtækisins og stílaður á Bäste kund er falsaður. Í póstinum, sem ritaður er á slæmri íslensku, er beðið um greiðsluupplýsingar. Síminn hvetur viðskiptavini til þess að eyða póstinum og afhenda ekki upplýsingarnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hafa borist innan við tíu ábendingar um þennan tölvupóst í morgun og er ekkert vitað um það hversu margir í viðbót hafi fengið hann. Þó að íslenskan sé slæm hefur eitthvað verið lagt í útlitið og fylgir merki Símans með póstinum.

Texti póstsins er svohljóðandi:

„Bäste kund

Þetta bréf var sent að tilkynna þér að við gátum ekki gengið frá greiðslu þinni nýlega reikning.
Þetta gæti verið einn af Al eða eitthvað af eftirfarandi ástæðum:
1 - Nýleg breyting á upplýsingum þínum persónulega. (Td heimilisfang greiðanda, síma)
2 - Skil rangra upplýsinga Á vinna frumvarp greiðslur.
3 - Að geta ekki nákvæmlega staðfesta valkost valið greiðslu vegna villu í innri okkar Vegna þessa, að tryggja að þjónusta s er N ekki rofin, bjóðum við þér að staðfesta og uppfæra greiðsluupplýsingar í dag“

Fylgir með hlekkur þar sem fólk getur gefið upp greiðsluupplýsingar sínar. Fái fólk slíkan póst er ráðlagt að eyða honum strax og hafa það í huga að fá fyrirtæki biðja um persónuupplýsingar í tölvupósti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert