Vélin varð eftir á veginum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Drottningarbrautinni á Akureyri í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn fór utan í tvo ljósastaura og er gjörónýtur. Ökumaður og farþegi sluppu nánast ómeiddir.

Við áreksturinn skemmdist bíllinn m.a. með þeim hætti að vélin fór úr honum sem og ýmsir aðrir hlutar hans og dreifðust þeir um Drottningarbrautina.

Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar en meiðsli þeirra reyndust ekki meiriháttar.

Lögreglan telur líklegt að um hraðaakstur hafi verið að ræða en málið verður nú rannsakað.

Ökumaður bílsins var með glænýtt ökuskírteini í vasanum. Hann hefur aðeins haft prófið í þrjá daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert