Verður 7.9.´13 happadagur?

Marg­ir virðast hafa hug á að ganga í það heil­aga laug­ar­dag­inn 7. sept­em­ber næst­kom­andi, þar sem dag­setn­ing­in er happa­töl­urn­ar 7-9-13. Í sum­um kirkj­um hef­ur þurft að vísa til­von­andi brúðhjón­um á aðra daga, þar sem þessi dag­ur er full­bókaður. Sím­on Jón Jó­hanns­son þjóðfræðing­ur seg­ir að hér sé ekki á ferðinni alda­göm­ul ís­lensk hjá­trú, held­ur sé þetta til­tölu­lega nýr siður hér á landi.

Bókaðar hafa verið sex hjóna­vígsl­ur í Hafn­ar­fjarðar­kirkju þenn­an dag,en það er há­mark þeirra gift­ing­ar­at­hafna sem þar geta farið fram á ein­um degi. Sú fyrsta verður fyr­ir há­degi og sú síðasta um kvöldið. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá kirkj­unni hef­ur þurft að vísa til­von­andi brúðhjón­um á aðra daga og enn eru að ber­ast fyr­ir­spurn­ir frá áhuga­söm­um.

Nokkr­ar hjóna­vígsl­ur hafa verið bókaðar þenn­an dag í Linda­kirkju í Kópa­vogi. Tölu­vert er síðan sú fyrsta var bókuð, eða um tvö ár, að sögn Sr. Guðmund­ar Karls Brynj­ars­son­ar sókn­ar­prests. 

Óvenju mikið á sept­em­ber­degi

„Þetta er óvenju mikið á sept­em­ber­degi. Sum­ir eru auðvitað mjög skipu­lagðir og sjá að þetta gæti verið vin­sæl dag­setn­ing og vilja tryggja sig. En svo get­ur fólk líka alltaf þurft að færa sig yfir á ann­an dag af ýms­um ástæðum,“ seg­ir Guðmund­ur. Hann nefn­ir aðra vin­sæla dag­setn­ingu til hjóna­vígslna, 7.7.07 sem líka var laug­ar­dag­ur, en þá höfðu marg­ir hug á að ganga í hnapp­held­una og pöntuðu dag­inn með löng­um fyr­ir­vara. Svo hafi þó farið, að ekki varð úr öll­um þeim at­höfn­um.

Þrjár heil­ag­ar töl­ur

Sím­on Jón Jó­hanns­son þjóðfræðing­ur seg­ir að ekki sé vitað hvers vegna þess­ar þrjár töl­ur í þess­ari röð séu tald­ar gæfu­merki.

Hann seg­ir að þetta sé síður en svo gam­all siður hér á landi, lík­lega hafi Íslend­ing­ar farið að þylja þessa talnarunu ein­hvern tím­ann á síðustu öld og berja í borð í von um að því fylgdi heppni.  „Þetta er aðflutt­ur siður, það er ekki minnst á þetta í okk­ar þjóðtrú og kem­ur vænt­an­lega frá ensku- og þýsku­mæl­andi lönd­um,“ seg­ir Sím­on og seg­ist ekki kann­ast við aðrar talnarun­ur sem þuld­ar séu í svipuðum til­gangi.

 „Þarna hef­ur verið safnað sam­an þess­um þrem­ur töl­um sem all­ar eru heil­ag­ar, hver með sín­um hætti,“ seg­ir Sím­on. „Það má segja að þetta sé eins og galdraþula, sem eigi að tryggja ham­ingj­una eða happið og með því að velja þenn­an gift­ing­ar­dag gæti fólk verið að von­ast til að það fær­ist yfir á hjóna­bandið.“

Sjö er gegn­um­gang­andi happa­tala

Sím­on seg­ir að all­ar þess­ar töl­ur eigi sína sögu. „Tal­an 7 er gegn­um­gang­andi happa­tala í krist­inni trú, bibl­í­an úir og grú­ir af at­b­urðum þar sem sjö kem­ur við sögu. Hún er sett sam­an úr töl­unni 3, sem er tala guðs og töl­unni 4, sem er tala jarðar­inn­ar. Tal­an 9 er svo þríheil­ög tala; þris­var sinn­um hin heil­aga þrenn­ing,“ seg­ir Sím­on og seg­ir að tal­an komi einnig margoft fyr­ir í nor­rænni goðafræði. 

„Til dæm­is var Heimdall­ur son­ur níu systra og Óðinn hékk í tré í níu næt­ur. Töl­una 9 má líka oft sjá í þjóðsög­um; oft ger­ist eitt­hvað níu sinn­um þar. En kannski komst níu inn í þessa happa­formúlu vegna þess að það hljóm­ar vel.“

Hin dæma­lausa tala 13

„Svo er þessi dæma­lausa tala. Tal­an 13 og það er hægt að segja mikið um hana. Þegar lagður var grunn­ur að talna­kerf­inu sem við not­um að sumu leyti enn þann dag í dag, var not­ast við tylfta­kerfið. Það eim­ir enn víða eft­ir af því; mánuðirn­ir eru tólf, sól­ar­hring­ur­inn er tvisvar sinn­um tólf stund­ir og stjörnu­merk­in eru tólf. Menn litu á 12 sem heild, og þá var næsta tala, 13, stök tala. Eitt­hvað sem stend­ur utan við heild­ina, bæði hættu­leg og heil­ög tala.“

Sím­on seg­ir töl­una 13 víða að finna í trú­ar­brögðum. „Krist­ur og læri­svein­arn­ir 12, djöf­ull­inn er sagður hafa safnað að sér 12 norn­um. Þá eru æs­irn­ir tólf og Óðinn sá 13. Þessi staki, sá sem stend­ur fyr­ir utan tylft­ina, get­ur ým­ist verið heil­ag­ur eða hættu­leg­ur.“

Sum­ir dag­ar betri en aðrir

Að sögn Sím­on­ar er ýmis hjá­trú tengd gift­ing­arsiðum. „Sam­kvæmt hjá­trúnni má alls ekki gifta sig á mánu­degi, því þá á ekki að byrja á neinu nýju. Laug­ar­dag­ar eru tald­ir lukku­dag­ar og eru al­geng­ir brúðkaups­dag­ar. Það er a.m.k. ljóst að sum­ir dag­ar þykja betri en aðrir,“ seg­ir Sím­on.

Von­andi gæfu­dag­ur

Fjór­ar hjóna­vígsl­ur hafa verið bókaðar í Akra­nes­kirkju þann 7. sept­em­ber næst­kom­andi og fleiri hafa lýst áhuga á að gifta sig þar þenn­an dag, að sögn Eðvarðs Ing­ólfs­son­ar sókn­ar­prests. „Þetta er sá dag­ur árs­ins sem ég hef bókað flest brúðkaup á. Það ger­ist reynd­ar ein­staka daga á sumr­in að ég gifti svona mörg pör.“

Eðvarð seg­ir að þeir for­sjál­ustu hafi bókað dag­inn með árs fyr­ir­vara. „Þessi talnaröð er auðvitað tal­in gæfu­merki og von­andi verður það til gæfu að gifta sig á þess­um degi. Ann­ars segi ég alltaf við þessa hátíðlegu at­höfn að hjóna­band sé eins og banki; maður fær ekki meira en maður legg­ur inn.“

Í Ísa­fjarðarsókn hafa þrjár hjóna­vígsl­ur verið bókaðar þenn­an dag og var farið að spyrj­ast fyr­ir dag­inn með um árs fyr­ir­vara.  

En 7.9.'13 er þó ekki allsstaðar jafn eft­ir­sótt­ur til gift­inga. Í nokkr­um kirkj­um sem haft var sam­band við feng­ust þau svör að ekki væru fyr­ir­hugaðar fleiri hjóna­vígsl­ur þenn­an dag en aðra laug­ar­daga á þess­um árs­tíma.

Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur.
Sím­on Jón Jó­hanns­son þjóðfræðing­ur. Ómar Óskars­son
Margir virðast hafa hug á að ganga í það heilaga …
Marg­ir virðast hafa hug á að ganga í það heil­aga laug­ar­dag­inn 7. sept­em­ber næst­kom­andi, þar sem dag­setn­ing­in er happa­töl­urn­ar 7-9-13. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert