Bolungarvík tekur 55 milljóna króna lán

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn Bolungarvík hefur samþykkt að taka 55 milljónir króna að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins besta.

 Lánið er tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2013. Elíasi Jónatanssyni bæjarstjóra er jafnframt veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir hönd Bolungarvíkurkaupstaðar.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Um er að ræða 55 milljóna króna verðtryggt lán til ellefu ára með 2,85% vöxtum í samræmi við fjárhagsáætlun 2013, segir í frétt BB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert