Felldu frávísun um staðgöngumæðrun

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins.
Frá flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Framsóknarmenn felldu í annað sinn í dag frávísunartillögu um efnisafgreiðslur mála. Nú fyrir stundu felldu þingfulltrúar frávísunartillögu um að álykta með staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sem formaður ungra framsóknarmanna lagði fram sem viðaukatillögu við ályktun um velferðarmál nú fyrr í dag.

Eftir að frávísunartillagan var felld var aftur hafist handa við að ræða tillöguna og skiptar skoðanir um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka