Flokksþingi framsóknarmanna slitið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sleit 32. öðru flokksþingi Framsóknarflokksins rétt í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sleit 32. öðru flokksþingi Framsóknarflokksins rétt í þessu. mbl.is/Árni Sæberg

Flokksþingi Framsóknarflokksins var slitið af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, á fjórða tímanum í dag. Áður en hann sleit þinginu heiðraði hann tvo þingmenn sem láta af þingmennsku í vor, þau Siv Friðleifsdóttur og Birki Jón Jónsson.

Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum krafti á þinginu og sagði að búast mætti við árásum á flokkinn í kjölfarið. Formaðurinn hvatti sitt fólk áfram í kosningabaráttunni framundan og sagðist hlakka til að vinda sér í kosningabaráttuna í framhaldi af þinginu.

Meðfylgjandi er myndasyrpa sem Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is, tók á þinginu í gær og í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka