Hafna sértæku veiðigjaldi

Framsókn vill ná sem víðtækastri sátt um stjórn fiskveiða.
Framsókn vill ná sem víðtækastri sátt um stjórn fiskveiða. mbl.is/Rax

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að greitt verði fyr­ir nýt­ing­ar­rétt­inn með ár­legu veiðigjaldi. [...] Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­ar sér­tæku veiðigjaldi og nú­ver­andi út­færslu þess. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að al­menna veiðigjaldið renni að hluta til þess landsvæðis þar sem það verður til,“ seg­ir í álykt­un Fram­sókn­ar­flokks­ins um at­vinnu­mál.

Vilja ná sem víðtæk­astri sátt um stjórn fisk­veiða

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur mikla áherslu á að ná sem víðtæk­astri sátt um stjórn fisk­veiða meðal þjóðar­inn­ar, jafnt ólíkra póli­tískra afla og hags­munaaðila inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins. Til að nauðsyn­leg sátt og stöðug­leiki ná­ist þarf að móta skýra stefnu til lengri tíma. Þess verði gætt að sú hag­kvæmni og hagræðing sem náðst hef­ur með fisk­veiðikerf­inu verði áfram tryggð svo efna­hags­legt fjör­egg þjóðar­inn­ar stand­ist til framtíðar,“ seg­ir í álykt­un­inni einnig.

Tryggja verður sam­eign þjóðar á sjáv­ar­auðlind­um í stjórn­ar­skrá

Þá seg­ir: „Stjórn­un fisk­veiða verði blönduð leið, ann­ars veg­ar á grunni afla­hlut­deild­ar á skip og hins­veg­ar út­hlut­un veiðileyfa sem taki mið af sér­tæk­um byggðaaðgerðum, auk hvatn­ing­ar til ný­sköp­un­ar og til þess að auðvelda aðgengi aðila að út­gerð. Tryggja verður sam­eign þjóðar­inn­ar á sjáv­ar­auðlind­um m.a. með ákvæði í stjórn­ar­skrá.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert