Ræða lagabreytingar um kynjahlutföll

Tillögur að lagabreytingum eru nú ræddar á flokksþingi Framsóknarflokksins.
Tillögur að lagabreytingum eru nú ræddar á flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Fundum á flokksþingi Framsóknarflokksins hefur tvívegis í morgun verið frestað, en umræður eru nú hafnar um lagabreytingar. Tvær tillögur lágu fyrir þinginu en önnur hefur nú verið dregin til baka og því verður einungis rætt um tillögu um para- eða fléttulista.

Í kynningu á tillögunni var meðal sagt að tillagan ætti að stuðla að því að Framsóknarflokkurinn yrði fjöldahreyfing.

Efstu fjögur sæti yrðu bindandi

Tillagan er svohljóðandi: „Jafnræði kynjanna skal tryggt í efstu sætum framboðslista með því að láta reglur um paralista eða fléttulista ráða í þeim sætum sem kosið er í í bindandi kosningu. Bundin sæti skulu að lágmarki vera fjögur þegar valið er á lista.

a) Paralisti: Sitthvort kynið skal skipa 1. og 2. sætið og síðan í næstu tvo sæti og þannig áfram niður listann.

b) Fléttulisti: Sitthvort kynið skal skipa 1. og 2. sætið og síðan skipi það kyn 3. sætið sem var í fyrsta sætinu og 4. sætið skipi það kyn sem var í öðru sæti og þannig áfram niður listann.

Þegar efstu sætum sleppir skal hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast á listanum öllum, samanber lög og reglur flokksins.

Víki frambjóðandi sæti eftir að val fer fram, færist næsti frambjóðandi upp eftir þeirri reglu að áður samþykkt kynjahlutföll haldist í gildi.“

Lagt er til að tillagan taki gildi árið 2017 í næstu reglulegu alþingiskosningum og árið 2018 í næstu reglulegu sveitarstjórnarkosningum. Farið hefur verið fram á leynilega atkvæðagreiðslu.

Fram kom í máli laganefndar að mismunandi sjónarmið hefðu verið uppi um tillöguna þó að nefndarmenn væru sammála um að þörf væri á sem jöfnustu hlutfalli karla og kvenna á framboðslistum.

Hann greindi einnig frá því að á nefndarfundum hefi komið fram að tillagan væri ekki til höfuðs núverandi þingmönnum.

Lagt til að tillagan fari til landstjórnar

Laganefnd leggur til að tillögunni verði vísað til landstjórnar. Tillagan sem hér um ræðir er frávik frá þeirri meginreglu að atkvæðamagn eigi að ráða stöðu á framboðslista. Þá segir í lögum flokksins að það sé á höndum landstjórnar að setja reglur um uppröðun á framboðslista. ipg@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert