Styðja nefnd um staðgöngumæðrun

Frá flokksþingi framsóknarmanna.
Frá flokksþingi framsóknarmanna. mbl.is/Styrmir Kári

Framsóknarmenn styðja vinnu starfshóps á vegum velferðarráðherra sem ræðir staðgöngumæðrun. Þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Áður hafði verið lögð fram tillaga um að flokkurinn styddi staðgöngumæðrun, en eftir nokkrar umræður kom fram breytingatillaga um að styðja við vinnu starfshóps ráðherrans.

Í umræðum var rætt um siðferði og einn fundarmanna sagði að sér fyndist að foreldrar ættu ekki að hafa þann óskoraða rétt til að eignast börn.

Enn eru í gangi umræður um drög að ályktun um velferðarmál og nokkuð þétt setinn bekkurinn á síðasta degi flokksþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert