Ingvar P. Guðbjörnsson -
Framsóknarflokkurinn samþykkti rétt í þessu án mótatkvæða tillögu Páls Sigurjónssonar um að flokkurinn beiti sér fyrir því að á Íslandi verði komið á fót íslenskri áburðarverksmiðju á ný.
Í umræðu um tillöguna kom meðal annars fram að rökin fyrir því að byggja slíka verksmiðju upp að nýju væru að spara gjaldeyri, en allur tilbúinn áburður er fluttur inn í dag eftir að áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var lokað.