Íslensku krakkarnir stóðu sig best

Þau voru í þremur efstu sætunum í flokki 11 ára …
Þau voru í þremur efstu sætunum í flokki 11 ára og yngri: 1. Vignir Vatnar Stefánsson, 2. Nansý Davíðsdóttir og 3. Filip Boe Olsen, Danmörku. skak.blog.is

Íslensk börn og ungmenni stóðu sig best allra á Norðurlandamótinu í skólaskák, sem fram fór á Bifröst um helgina. Keppt var í fimm aldursflokkum, sem skipaðir voru tveimur fulltrúum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Færeyjum. Íslensku krakkarnir unnu flest verðlaun á mótinu, alls fimm verðlaunagripi.
 
Vignir Vatnar Stefánsson varð Norðurlandameistari í flokki 11 ára og yngri, eftir harða keppni við Nansý Davíðsdóttur.
 
Í efsta flokki börðust FIDE-meistararnir Westerberg frá Danmörku og Ebeling frá Finnlandi um efsta sætið, en Mikael Jóhann Karlsson tryggði gott brons fyrir Ísland. Oliver Aron Jóhannesson landaði öðru bronsi í flokki 14-15 ára og sama gerði hinn eitilharði Dawid Kolka í flokki 12-13 ára.

Íslensku krakkarnir fengu flesta vinninga samtals á Norðurlandamótinu, 36,5, eftir hörkuspennandi keppni við Dani, sem fengu vinningi minna. Þeir Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi Sverrisson sem tryggðu íslenskan sigur í blálokin.

Norðurlandamótið í skólaskák var fyrst haldið 1980, og á því langa og merka sögu. Þjálfari íslensku skákkrakkanna er Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Helstu úrslit á Norðurlandamótinu í skólaskák:
A-flokkur (18-20 ára)
1. Jonathan Westerberg, Svíþjóð, 5 vinningar
2. Daniel Ebeling, Finnlandi, 4,5
3. Mikael Jóhann Karlsson, 3,5
10. Nökkvi Sverrisson, 2,5

B-flokkur (16-17 ára)
1. Joar Olund, Svíþjóð, 4,5
2. Jens Albert Ramsdal, Danmörku, 4,5
3. Hogni Egilstoft Nielsen, Færeyjum, 4
4. Jón Trausti Harðarson, 3,5
5. Dagur Ragnarsson, 3,5
C-flokkur (14-15 ára)
1. Jesper Sondergaard Thybo, Danmörku, 5
2. Lars Oskar Hauge, Noregi, 5
3. Oliver Aron Jóhannesson , 3,5
9. Jón Kristinn Þorgeirsson, 2,5
10. Sóley Lind Pálsdóttir, 2

D-flokkur (12-13 ára)
1. Tobias Dreisler, Danmörku, 5
2. Valo Hallman, Finnlandi, 4,5
3. Dawid Kolka, 4
4. Hilmir Freyr Heimisson, 3,5

E-flokkur (11 ára og yngri)
1. Vignir Vatnar Stefánsson, 5,5
2. Nansý Davíðsdóttir, 4,5
3. Filip Boe Olsen, Danmörku, 3,5

Frá Norðurlandamótinu í skólaskák.
Frá Norðurlandamótinu í skólaskák. skak.blog.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert