Líta málið alvarlegum augum

Hross sést hér á sléttu í Rúmeníu, en kjötið sem …
Hross sést hér á sléttu í Rúmeníu, en kjötið sem hefur verið að selja í evrópskum verslunarkeðjum er sagt eiga rætur sínar að rekja til landsins. AFP

Matvælastofnun (MAST) fylgist með tilkynningum um vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en innhalda hrossakjöt í mismiklu magni. MAST lítur málið alvarlegum augum og mun birta reglulega upplýsingar á vef stofnunarinnar til neytenda ef innkalla þarf fleiri vörur af markaði.

Fram kemur á vef MAST, að tilkynningar um slík vörusvik berist stofnuninni í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) og frá erlendum systurstofnunum.

Þá segir, að þegar tilkynningar berist kanni MAST hvort tilkynntar vörur hafi verið fluttar til landsins og upplýsi heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sem fylgi eftir að seljendur vörunnar uppfylli skyldu sína að innkalla vöruna.

„Víðtækar innkallanir standa nú yfir í Evrópu vegna vörusvika þar sem vörur er sagðar innihalda nautakjöt á umbúðum en innihalda þess í stað hrossakjöt að hluta eða eingöngu. Þegar slík vörusvik uppgötvast sendir viðkomandi eftirlitsstofnun viðvörun inn í hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) sem áframsendir viðvörunina á matvælastofnanir um alla Evrópu, þar á meðal Matvælastofnun. Markmið hraðviðvörunarkerfisins er að skapa hraðvirkt og gagnvirkt tól fyrir eftirlitsstofnanir til að miðla upplýsingum og bregðast hratt við þegar matvæli standast ekki kröfur,“ segir á vef MAST.

Þegar tilkynningar berast um matvæli sem standast ekki kröfur kannar Matvælastofnun hvort vörurnar hafa verið fluttar til Íslands og upplýsir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, sem framkvæmir markaðseftirlit hérlendis og er varan innkölluð í kjölfarið. Fjöldi tilkynninga hefur borist Matvælastofnun um vörur á markaði í Evrópu sem ranglega eru sagðar innihalda eingöngu nautakjöt og hefur komið í ljós að sumar þeirra hafa verið fluttar til landsins. Tvær vörur hafa þegar verið innkallaðar,“ segir ennfremur.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert