Úrslitastundin á morgun

„Það eru allir að bíða eftir dómsdeginum, 12. febrúar, og vona að hjúkrunarfræðingar standi ekki saman.“

Þetta segir Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, um afstöðu stjórnvalda og stjórnenda spítalans til uppsagna hjúkrunarfræðinga sem taka gildi um næstu mánaðamót. Fram kom á fjölmennum fundi hjúkrunarfræðinga í gær að samstaða þeirra er góð.

Frestur sem hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa til að draga uppsagnir sínar til baka rennur út á morgun. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fáir hafa gert það nú þegar en á samstöðufundi hjúkrunarfræðinga í gær kom fram að uppsögnum hefði fjölgað. Talið var að hátt í tuttugu til viðbótar hefðu sagt upp. Ekki hefur verið fundað um stofnanasamning undanfarna daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert