Draumur fárra að martröð margra

Pétur H. Blöndal, alþingismaður
Pétur H. Blöndal, alþingismaður mbl.is

„Þannig að þetta er meira svona draumur fárra og mér sýnist draumur fárra vera að breytast í martröð margra, það er að segja skattgreiðenda,“ sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umfjöllunarefni sínu rekstrarvanda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Pétur sagði að nokkur hópur hafi átt sér þann áratugagamla draum að byggja tónlistarhús. Þrátt fyrir að tíu milljarða króna byggingakostnaður hafi horfið í bankahruninu vegna tapaðra krafna stæðu samt sem áður eftir óleysanleg fjárhagsleg vandamál vegna Hörpu. Tvo milljarða vantaði til þess að forða húsinu frá gjaldþroti.

„Reksturinn gengur ekki betur en það. Og samt er gert ráð fyrir því að næstu 34 ár þá eigi skattgreiðendur í Reykjavík og á landinu öllu að greiða milljarð tæplega á ári í 34 ár. Og samt vantar pening. Ég þarf ekkert að taka það fram að þetta er mjög skaðlegt því það er landsbyggðin sem aðallega borgar þetta og hún fer náttúrulega ekki, ekki á hverjum degi, í Hörpuna. Það er alveg á hreinu,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert