Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, óskaði eftir því að hitta forsvarsmenn landbúnaðar og tengdra greina á lokuðum fundi á Hótel KEA klukkan tíu árdegis í dag. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipulagði fundinn.
Summa heldur opinn fund á Hótel Kea í hádeginu þar sem hann ræðir um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum sambandsins við Ísland. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
Fundurinn stendur yfir frá 12-13 og er boðið upp á súpu og brauð, að sögn Evrópustofu.
Ekki er sagt frá lokuðum fundi Summa með fulltrúum íslensks landbúnaðar.