Kanna hvort hrossakjöt leynist í íslenskri kjötvöru

Starfsmenn DOLY-COM-kjötvinnslunnar í Rúmeníu, sem er önnur tveggja þar í …
Starfsmenn DOLY-COM-kjötvinnslunnar í Rúmeníu, sem er önnur tveggja þar í landi sem hafa flutt hrossakjöt til Evrópusambandsríkja. AFP

Matvælastofnun (MAST) hefur tekið sýni úr íslensku hakki og framleiðsluvörum á markaði hér á landi til að kanna hreinleika kjötsins. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hrossakjöt er að finna í vörunum án þess að það komi fram í merkingum.

Fram kemur á vef MAST, að tekin hafi verið sýni úr 15 framleiðsluvörum sem líklegast megi telja að unnt sé að blanda hrossakjöti í án þess að það sé tilgreint á pakkningum. Verða sýnin rannsökuð á Keldum þar sem greint verði hvort þau innihaldi hrossakjöt.

„Búast má við niðurstöðum í næstu viku. Óheimilt er að villa um fyrir neytendum með röngum eða villandi merkingum á matvörum,“ segir á vef MAST.

„Rannsóknir á matvörum í Evrópu sem sagðar eru innihalda nautakjöt á umbúðum hafa leitt í ljós að sumar þessara vara innihalda hrossakjöt að hluta eða öllu leyti. Komið hefur í ljós að vörur sem þessar hafa að einhverju marki verið fluttar til Íslands og hafa tvær vörutegundir verið innkallaðar vegna þess. Spurning vaknar hvort hið sama geti átt við um íslenskt nautahakk á markaði hér á landi og miðar rannsóknin að því að kanna hvort hrossakjöti hafi verið blandað í íslenskt nautahakk,“ segir ennfremur.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert