„Kjarkurinn er ekki meiri“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt fleiri þingmönnum.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Eggert

„Hverj­um dett­ur það í hug að bjóða upp á það að það ná­ist að af­greiða á þessu þingi stjórn­ar­skrár­málið eins og það er statt? Hverj­um dett­ur það í hug? Við urðum vitni að því hér í gær þegar Hreyf­ing­in setti rík­is­stjórn­inni stól­inn fyr­ir dyrn­ar og rík­is­stjórn­in fór á taug­um og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir.“

Þetta sagði Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins. Hann gagn­rýndi harðlega hvernig halda ætti á dag­skrár­mál­um Alþing­is fram að þinglok­um sem fyr­ir­huguð eru eft­ir rúm­an mánuð. Þannig væri ætl­un­in að af­greiða tvö stór mál sem væru and­vana fædd, stjórn­ar­skrár­málið og nýtt frum­varp um stjórn fisk­veiða.

„Kjark­ur­inn er ekki meiri en sá að það sem var farið að bjóða hér upp á að ræða hér ein­hverja skyn­sam­lega niður­stöðu í því máli [stjórn­ar­skrár­mál­inu], ná ein­hverri sátt um að af­greiða ein­hver atriði sem menn gætu náð sam­an um fyr­ir þinglok, að þá verður að hafa allt málið und­ir. Al­gjör­lega úti­lokað og mun aldrei ljúka hér. Við urðum hér vitni að því hvernig þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar tóku rík­is­stjórn­ina á beinið og hótuðu hér að koma fram óbeint með van­traust­stil­lögu á stjórn­ina og rík­is­stjórn­in og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir gáfu eft­ir,“ sagði hann.

Brýn verk­efni á dag­skrá en ekki gælu­mál

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók í sama streng. Kosið hefði verið um það á Alþingi í gær hvort taka ætti á dag­skrá frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá, sem fæli í sér breyt­ing­ar sem væru hálf­unn­ar og eng­in sátt um, eða nýtt frum­varp að lög­um um stjórn fisk­veiða sem ein­ung­is fæli í sér smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar frá fyrri frum­vörp­um sem hefðu fengið fall­ein­kunn.

Þetta gerðist á sama tíma og upp­nám væri á Land­spít­al­an­um vegna kjara­deilu sem segja mætti að vel­ferðarráðherra hefði sett af stað með því að hækka laun for­stjóra sjúkra­húss­ins á síðasta ári, vandi heim­ila og fyr­ir­tækja væri mik­ill eins og áður og all­ir hag­vís­ar bentu til þess að svart­ara væri framund­an en rík­is­stjórn­in hefði haldið fram.

„Þá töl­um við um það hér hvort ágrein­ings­málið eig­um við að ræða fyrst, stjórn­ar­skrána eða fisk­veiðistjórn­un­ina,“ sagði Ragn­heiður og beindi þeim orðum til for­seta Alþing­is, Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ir, að tek­in yrðu á dag­skrá mál sem væru brýn og aðkallandi en ekki gælu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert