Lögreglan fær 200 milljónir til viðbótar

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Búið er að ákveða skiptingu á 200 milljóna króna aukafjárveitingu til lögregluembættanna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fær hæstu upphæðina, 63 milljónir króna.

Á vefnum dfs.is segir að þessi niðurstaða komi í veg fyrir að segja þurfi upp lögreglumönnum á Selfossi.

Þessum 200 milljónum verður skipt með eftirfarandi hætti:

Ríkislögreglustjóri 6,3 millj. kr.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 62,7 millj. kr

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 15,8 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Akranesi 5,3 millj. kr.

Sýslumaðurinn í Borgarnesi 6,8 millj. kr.

Sýslumaður Snæfellinga 6,9 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Ísafirði 5,9 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Blönduósi 3,5 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 5,3 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Akureyri 27,3 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Húsavík 7,3 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði 13,5 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Eskifirði 7,6 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 3,5 millj. kr.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 4,9 millj. kr.

Sýslumaðurinn á Selfossi 17,5 millj. kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert