Borgarstjórn samþykkir viðbótarframlög til Hörpu

mbl.is/Kristinn

Borg­ar­stjórn samþykkti á fundi sín­um í dag að veita 160 millj­ón­ir í viðbótar­fram­lög Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is til tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu árin 2013–2016. Árlegt viðbótar­fram­lag borg­ar­inn­ar til Hörpu á þess­um tíma verður 73,6 millj­ón­ir króna.

Þetta kem­ur fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. Þar seg­ir að einnig verði eig­endalán­um upp á 794 millj­ón­ir breytt í stofn­fram­lög til Hörpu. Aðgerðirn­ar muni tryggja rekst­ur Hörpu til framtíðar. Með aðgerðunum sé tekið á skuld­um Hörpu sem komn­ar séu til vegna bygg­ing­ar­kostnaðar sem ekki hafi verið áætlað fyr­ir þegar ríkið og Reykja­vík­ur­borg tóku bygg­ing­una yfir og rekstr­ar­kostnaðar sem var vanáætlaður í byrj­un. 

Þá seg­ir að í ít­ar­legri grein­ar­gerð sem fylgi til­lög­unni sé farið yfir for­sögu tón­list­ar­húss­ins, bygg­ing­ar­sögu þess og rekst­ur.  Þar segi m.a. að farið sé í aðgerðirn­ar nú til að tryggja sjálf­bær­an rekstr­ar­grund­völl húss­ins. Rekst­ur tón­list­ar­húss­ins hafi gengið vel en tekið hafi tíma að byggja upp ráðstefnu­hluta rekst­urs­ins.

„Rekstr­aráætlan­ir gera ráð fyr­ir að tekj­ur vegna ráðstefnu­halds fari stig­vax­andi á tíma­bil­inu til 2016. Markaðssetn­ing Hörpu sem ráðstefnu­húss er í full­um gangi og hafa bók­an­ir auk­ist mikið.  Harpa hef­ur sannað menn­ing­ar­legt gildi sitt og vakið verðskuldaða at­hygli á Reykja­vík út fyr­ir land­stein­ana. Húsið hef­ur haft góð áhrif á tón­list­ar­lífið í land­inu og er orðið eitt helsta kenni­leiti Reykja­vík­ur.

Rekst­ur tón­list­ar­húss­ins hef­ur verið tek­inn í gegn á liðnum miss­er­um. Sjö rekstr­ar­fé­lög voru sam­einuð í eitt sem heit­ir Harpa og lóðarfé­lagið Sit­us var skilið frá rekstr­in­um. Þá hef­ur verið hagrætt í rekstri sem nem­ur um 250 millj­ón­um króna á tíma­bil­inu 2012–2016,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Lögð hef­ur verið fram raun­hæf rekstr­ar- og aðgerðaáætl­un til fimm ára og miða áætlan­ir við hóf­sam­ar spár um tekj­ur.

Með end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar, bætt­um áætl­un­um um rekst­ur­inn og viðbótar­fram­lagi  sem er ákv­arðað tíma­bundið á ár­un­um 2012–2016 eru vænt­ing­ar bundn­ar við að starf­semi í hús­inu verði sjálf­bær og með mikl­um blóma í framtíðinni,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka