Tekur lengri tíma að þýða álitið

Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður.
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður. mbl.is/Frikki

Tek­in var ákvörðun um það í dag af hálfu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is að gera op­in­bert bráðabirgðaálit Fen­eyja­nefnd­ar Evr­ópuráðsins um frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá þar sem í ljós hafi komið að lengri tíma myndi taka að þýða álitið yfir á ís­lensku en bú­ist var við.

Þetta sagði Val­gerður Bjarna­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, í umræðum á Alþingi í dag í svari til Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, en Vig­dís spurði að því hvers vegna álit Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar hefði verið merkt sem trúnaðar­mál þegar það var af­hent full­trú­um í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Val­gerður sagði að ástæðan fyr­ir trúnaðinum hafi verið sú að ekki hefði staðið til að gera álit Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar op­in­bert fyrr en ís­lensk þýðing lægi fyr­ir. Álitið hefði verið birt á heimasíðu Alþing­is um klukk­an 13:00 í dag en þess má geta að fjöl­miðlar höfðu þá þegar fjallað um efni þess. Hún upp­lýsti enn­frem­ur að ekki stæði til að funda frek­ar um málið í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrr en álitið hefði verið þýtt á ís­lensku.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi harðlega að til hafi staðið að láta trúnað gilda um álit Fen­eyja­nefnd­ar­inn­ar vegna þess að það væri á ensku. Velti hún fyr­ir sér hvort til hafi staðið að halda álit­inu sem lengst frá þing­mönn­um og rifjaði upp í því sam­bandi þegar halda átti fyrstu Ices­a­ve-samn­ing­un­um frá þing­inu. Sagði hún að svona vinnu­brögð gengju ekki og óskaði eft­ir því að for­sæt­is­nefnd Alþing­is tæki málið til skoðunar.

Drög að áliti

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert