63,3% andvíg inngöngu í ESB

AFP

MMR kannaði ný­lega af­stöðu al­menn­ings til þess að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 24,2% hlynnt því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið nú, borið sam­an við 25% í síðustu mæl­ingu (15-20 janú­ar 2013). Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 63,3% vera and­víg því að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið nú, borið sam­an við 62,7% í janú­ar.

Afstaða til þess að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið var breyti­leg á milli hópa. Karl­ar voru hlynnt­ari inn­göngu Íslands í ESB en kon­ur en af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 28,5% karla hlynnt­ir, borið sam­an við 19,2% kvenna.

Eld­ir hlynnt­ari inn­göngu en þeir yngri

Þeim sem voru hlynnt inn­göngu Íslands í ESB fjölg­ar hlut­falls­lega með aukn­um aldri. Af þeim sem tóku af­stöðu og til­heyrðu yngsta ald­urs­hópn­um (18-29 ára) voru 15,6% hlynnt inn­göngu Íslands í ESB, á aldr­in­um 30-49 ára voru 23,2% hlynnt inn­göngu og í elsta ald­urs­hópn­um (50-67 ára) voru 33,2% hlynnt inn­göngu Íslands í ESB.

Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins voru frek­ar hlynnt­ir inn­göngu Íslands í ESB en þeir sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni. Af þeim sem tóku af­stöðu og bjuggu á höfuðborg­ar­svæðinu sögðust 28,2% hlynnt­ir því að Ísland gangi í ESB, borið sam­an við 18,8% þeirra sem bú­sett­ir voru á lands­byggðinni.

Hlut­fall þeirra sem voru hlynnt inn­göngu Íslands í ESB hækkaði með aukn­um tekj­um, að und­an­skild­um efsta tekju­flokki (800 þúsund eða hærra). Af þeim sem tóku af­stöðu og voru með heim­ilis­tekj­ur und­ir 250 þúsund krón­ur á mánuði voru 14,6% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið sam­an við 19,6% þeirra sem höfðu tekj­ur á bil­inu 250-399 þúsund, 26,2% þeirra sem höfðu tekj­ur á bil­inu 400-599 þúsund og 32,2% þeirra sem höfðu tekj­ur á bil­inu 600-799 þúsund. Af þeim sem tóku af­stöðu og voru í efsta tekju­flokk (800 þúsund á mánuði eða hærra) sögðust 24,2% hlynnt því að Ísland gangi í ESB.

Fáir and­stæðing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar vilja í ESB

Mik­ill mun­ur var á af­stöðu fólks eft­ir því hvort það kvaðst styðja rík­is­stjórn­ina eða ekki. Af þeim sem tóku af­stöðu og studdu rík­is­stjórn­ina voru 54,4% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið sam­an við 11,7% þeirra sem ekki styðja rík­is­stjórn­ina. Einnig var mik­ill mun­ur á af­stöðu fólks til þess að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið eft­ir stuðningi við stjórn­mála­flokka.

Nokk­ur mun­ur var á af­stöðu á meðal þeirra sem studdu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Af þeim sem tóku af­stöðu og studdu Sam­fylk­ing­una voru 78% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið sam­an við 22,3% þeirra sem studdu Vinstri græn. Hlut­falls­lega fæst­ir þeirra sem styðja Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB. Af þeim sem tóku af­stöðu og studdu Sjálf­stæðis­flokk­inn voru 7,4% hlynnt inn­göngu í ESB og 7,7% þeirra sem studdu Fram­sókn­ar­flokk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert