6.4% hækkun að meðaltali

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að launahækkun hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sem samið var um í gær verði til þess að laun þeirra hækka um 6,4% að meðaltali. Væntingarnar hafi þó verið miklar og ekki sé útséð með hvort uppsagnir verði dregnar tilbaka.

Hjúkrunarfræðingar sem mbl.is ræddi við eftir fund á Landspítalanum þar sem nýr stofnanasamningur var kynntur höfðu blendnar tilfinningar gagnvart samningnum en sögðu hann þó vera skref í rétta átt.

Þeir hjúkrunarfræðingar sem voru búnir að segja upp störfum hafa fram til miðnættis annað kvöld til að draga uppsagnirnar tilbaka og þeir sem mbl.is ræddi við ætluðu að sofa á þeim upplýsingum sem komu fram í dag áður en endanleg ákvörðun verður tekin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert