6.4% hækkun að meðaltali

00:00
00:00

Elsa B. Friðfinns­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, seg­ir að launa­hækk­un hjúkr­un­ar­fræðinga á Land­spít­al­an­um sem samið var um í gær verði til þess að laun þeirra hækka um 6,4% að meðaltali. Vænt­ing­arn­ar hafi þó verið mikl­ar og ekki sé útséð með hvort upp­sagn­ir verði dregn­ar til­baka.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem mbl.is ræddi við eft­ir fund á Land­spít­al­an­um þar sem nýr stofn­ana­samn­ing­ur var kynnt­ur höfðu blendn­ar til­finn­ing­ar gagn­vart samn­ingn­um en sögðu hann þó vera skref í rétta átt.

Þeir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem voru bún­ir að segja upp störf­um hafa fram til miðnætt­is annað kvöld til að draga upp­sagn­irn­ar til­baka og þeir sem mbl.is ræddi við ætluðu að sofa á þeim upp­lýs­ing­um sem komu fram í dag áður en end­an­leg ákvörðun verður tek­in.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert