Fjölgunin mest á Íslandi

Hvergi í Evr­ópu fjölgaði ferðamönn­um jafn mikið og á Íslandi á síðasta ári sam­kvæmt skýrslu Ferðamálaráðs Evr­ópu (ETC).

Í frétt frá Ferðamála­stofu kem­ur fram að al­mennt séð átti ferðaþjón­usta í Evr­ópu góðu gengi að fagna í fyrra og fjölgaði kom­um er­lendra ferðamanna um 4%, sem kem­ur í kjöl­far 7% fjölg­un­ar árið 2011.

Eft­ir­spurn frá fjær­mörkuðum hélst áfram góð og fleiri Evr­ópu­bú­ar ferðuðust einnig á milli landa inn­an álf­unn­ar. Þannig er ferðaþjón­ust­an ein fárra at­vinnu­greina sem sýn­ir vöxt í álf­unni og legg­ur þannig lóð sitt á vog­ar­skál­ina við að létta und­ir í því erfiða efna­hags­ástandi sem mörg lönd glíma við, að því er seg­ir á vef Ferðamála­stofu.

„Þau lönd sem sýndu mesta fjölg­un voru áfangastaðir sem ETC met­ur sem vax­andi áfangastaði (emerg­ing dest­inati­ons). Ísland trón­ir ör­ugg­lega á toppn­um með tæp 20%, þá kem­ur Litáen með 12% og Rúm­en­ía með 10%. Stærri áfangastaðir áttu einnig góðu gengi að fagna. Þannig fjölgaði er­lend­um ferðamönn­um í Þýskalandi um 8%, um 5% á Spáni og 5% í Aust­ur­ríki,“ seg­ir á vef Ferðamála­stofu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert