Gaman á Akureyri á öskudaginn

Öskudagurinn er jafnan hafður í hávegum á Akureyri. Krakkar í höfuðstað Norðurlands voru snemma á fótum, eins og fram kom á mbl.is í morgun og margvíslegar verur á sveimi. Sumir höfðu lagt mikið í búninga og ekki síður í lögin.

Skemmtileg hefð hefur skapast í fyrirtækinu Blikkras við Óseyri þar sem fram fer söngkeppni. Dómarar eru starfsmenn fyrirtækisins, sem allir klæða sig upp á í tilefni dagsins. Framkvæmdastjóri er Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, sem að þessu sinni var Cream Soda-karlinn! Einhverjir muna eftir þeim sérkennilega gosdrykk sem framleiddur var í Sana á Akureyri fyrir allmörgum árum.

Glæsilegar dansmeyjar fyrir utan ísbúðina Brynju í morgun.
Glæsilegar dansmeyjar fyrir utan ísbúðina Brynju í morgun. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert