Lát mannsins telst upplýst

Lögregla við húsið þar sem maðurinn féll til jarðar.
Lögregla við húsið þar sem maðurinn féll til jarðar. mbl.is

Lát mannsins sem féll af svölum íbúðar og til jarðar í porti JL-hússins í Vesturbæ Reykjavíkur telst upplýst. Að sögn Hákonar Sigurjónssonar lögreglufulltrúar var um slys að ræða. Einstaklingum sem voru í íbúðinni þegar maðurinn féll hefur því verið sleppt úr haldi.

Maðurinn var í samkvæmi í íbúðinni aðfaranótt þriðjudags ásamt fleiri mönnum. Samkvæmt heimildum mbl.is hafði maðurinn samband við lögreglu og kvartaði undan tilteknum einstaklingum áður en hann féll. Hákon segist hins vegar ekki geta staðfest það. „Ég get ekkert tjáð mig um það hvað hann var að gera.“

Spurður um það hvernig slysið bar að segir Hákon að maðurinn hafi verið að klifra þarna á svölunum með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert