Lát mannsins telst upplýst

Lögregla við húsið þar sem maðurinn féll til jarðar.
Lögregla við húsið þar sem maðurinn féll til jarðar. mbl.is

Lát manns­ins sem féll af svöl­um íbúðar og til jarðar í porti JL-húss­ins í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur telst upp­lýst. Að sögn Há­kon­ar Sig­ur­jóns­son­ar lög­reglu­full­trú­ar var um slys að ræða. Ein­stak­ling­um sem voru í íbúðinni þegar maður­inn féll hef­ur því verið sleppt úr haldi.

Maður­inn var í sam­kvæmi í íbúðinni aðfaranótt þriðju­dags ásamt fleiri mönn­um. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafði maður­inn sam­band við lög­reglu og kvartaði und­an til­tekn­um ein­stak­ling­um áður en hann féll. Há­kon seg­ist hins veg­ar ekki geta staðfest það. „Ég get ekk­ert tjáð mig um það hvað hann var að gera.“

Spurður um það hvernig slysið bar að seg­ir Há­kon að maður­inn hafi verið að klifra þarna á svöl­un­um með þeim af­leiðing­um að hann féll til jarðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert