Mikil skerðing á aflaheimildum

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is

Heild­ar­skerðing­ar afla­heim­ilda vegna frum­varps til laga um stjórn fisk­veiða nema um 38 þúsund þorskí­gildist­onn­um á næsta fisk­veiðiári og fara upp í 45 þúsund þorskí­gildist­onn fisk­veiðiárið 2015/​2016 sam­kvæmt áætl­un­um stjórn­valda.

Þetta seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, um áhrif frum­varps at­vinnu­vegaráðherra um stjórn fisk­veiða. Fyrstu umræðu um frum­varpið lauk í gær og er það nú komið til nefnd­ar.

„Ef ákvæði frum­varps­ins hefðu verið kom­in til fram­kvæmda á síðasta fisk­veiðiári, þegar við veidd­um rúm 1440 þúsund tonn, hefði skerðing­in numið yfir 100 þúsund tonn­um,“ seg­ir Friðrik á heimasíðu LÍÚ.

„Frum­varpið er áþekkt því sem lagt var fram í fyrra. Þá vöruðu um 80 um­sagnaraðilar ein­dregið við því að það næði fram að ganga. Eng­inn eðlis­mun­ur er á þessu nýja frum­varpi og því ljóst að áhrif­in verða mjög al­var­leg,“ seg­ir Friðrik.

Mis­mun­un

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að hlut­deild í þorski skerðist um 9,5%, í stein­bít um 9,8%, í ufsa um 7,2% og ýsu um 6,9%. Þá er gert ráð fyr­ir að afla­hlut­deild í öðrum teg­und­um skerðist á næsta fisk­veiðiári um 5,3%, 6,5% á fisk­veiðiár­inu 2014/​2015 og um 7% eft­ir það. Þá er gert ráð fyr­ir að helm­ing­ur aukn­ing­ar á afla í þorski fari til rík­is­ins af út­hlut­un um­fram 240 þúsund tonn.

„Við telj­um að af­nema eigi all­ar skerðing­ar aðrar en þær sem koma til vegna bóta til þeirra sem verða fyr­ir áföll­um vegna viðkomu­brests í fiski­stofn­um, eins og til dæm­is í hörpudisk­in­um í Breiðafirði. Þá er það ósann­gjarn að skerða sum­ar fisk­teg­und­ir meira en aðrar eins og gert er ráð fyr­ir,“ seg­ir Friðrik.

„Veiðigjaldið er mörg­um út­gerðum gríðarlega þung­bært. Til viðbót­ar bæt­ist að verð á mörkuðum hafa verið að gefa eft­ir. Því er ljóst að þær skerðing­ar sem boðaðar eru ganga ekki upp," seg­ir Friðrik og bæt­ir við að skerðing­in sé tek­in af verðmæt­ustu tekj­un­um þar sem að fjár­fest­ing­in og fast­ur kostnaður breyt­ist ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert