Ögmundur til Indlands

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Styrmir Kári

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra fer utan til Ind­lands um helg­ina. Hann mun ræða við þarlend yf­ir­völd um ætt­leiðing­ar auk fleiri mál­efna. Heim­sókn­in er skipu­lögð af ís­lenska sendi­ráðinu í Delí.  

Ögmund­ur kom ný­lega úr op­in­berri heim­sókn í Kína. „Ég ræddi við flug­málaráðherra Kína um heim­ild­ir um að fljúga á milli Íslands og Kína með frakt. þetta voru ágæt­ar viðræður en ekk­ert er fa­stráðið með fram­haldið. Í ann­an stað und­ir­ritaði ég sam­komu­lag við Kína um neyt­enda­mál. Við urðum ásátt um að koma á vett­vangi til frek­ari rýmk­un­ar í neyt­enda­mál­um. Í þriðja lagi rædd­um við um ætt­leiðing­ar en Kín­verj­ar eru mjög hrifn­ir af því hvernig Íslend­ing­ar hafa tekið á slík­um mál­um,“ seg­ir Ögmund­ur.  

Ögmund­ur mun á næst­unni jafn­framt fara til Ind­lands. „Við vilj­um meðal ann­ars standa vel að ætt­leiðing­ar­mál­um og heim­sókn­in þangað er hluti af því ferli. En einnig mun­um við ræða fleiri hluti,“ seg­ir Ögmund­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert