Ögmundur til Indlands

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Styrmir Kári

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fer utan til Indlands um helgina. Hann mun ræða við þarlend yfirvöld um ættleiðingar auk fleiri málefna. Heimsóknin er skipulögð af íslenska sendiráðinu í Delí.  

Ögmundur kom nýlega úr opinberri heimsókn í Kína. „Ég ræddi við flugmálaráðherra Kína um heimildir um að fljúga á milli Íslands og Kína með frakt. þetta voru ágætar viðræður en ekkert er fastráðið með framhaldið. Í annan stað undirritaði ég samkomulag við Kína um neytendamál. Við urðum ásátt um að koma á vettvangi til frekari rýmkunar í neytendamálum. Í þriðja lagi ræddum við um ættleiðingar en Kínverjar eru mjög hrifnir af því hvernig Íslendingar hafa tekið á slíkum málum,“ segir Ögmundur.  

Ögmundur mun á næstunni jafnframt fara til Indlands. „Við viljum meðal annars standa vel að ættleiðingarmálum og heimsóknin þangað er hluti af því ferli. En einnig munum við ræða fleiri hluti,“ segir Ögmundur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert