Stjórnarskráin kallar á lagabreytingar

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ljóst breytingar á stjórnarskránni kalli á breytingar á almennri löggjöf. Ákvæði sem séu að finna í tillögu að nýrri stjórnarskrá kalli á nánari útfærslu í öðrum lögum.

Umræður um stjórnarskrána hófust kl. 17 í dag og hafa staðið fram eftir kvöldi. Átján þingmenn voru í kvöld á mælendaskrá.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt áherslu á að málið sé vanbúið og það sé ekki hægt að ljúka afgreiðslu málsins á þessu vorþingi. Sérfræðingar sem komið hafi fyrir þingnefndir hafi hvatt til þess að fara betur yfir málið á næsta þingi. Það sé líka í samræmi við afstöðu Feneyjanefndarinnar.

„Ég sé fram á það verði talað um stjórnarskrána þangað til þinginu verður slitið. Er það það sem þjóðin þarf á að halda?“ spurði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði hægt að nýta þá fáu daga sem eftir væru eftir af vorþinginu með skynsamlegri hætti.

Skúli Helgason sagði að allra þingnefndir þingsins hefðu fjallað um stjórnarskrártillögurnar. Það væri fordæmalaust að svo ítarlega væri fjallað um eitt mál. Hann sagði að það lægju fyrir ítarlegar umsagnir um frumvarpið og það væri því nægur efniviður fyrir þingið til að afgreiða málið. Síðan hefði alltaf verið rætt um að stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fjallaði um álit Feneyjanefndarinnar milli 2. og 3. umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka