Teknir með 20 þúsund vindlinga

Tollverðir lögðu um liðna helgi hald á 97 lengjur af vindlingum, eða tæplega 20 þúsund vindlinga, sem tveir erlendir skipverjar reyndu að smygla til landsins. Mennirnir voru með sitthvora ferðatöskuna og köstuðu þeim frá sér og tóku til fótanna þegar þeir sáu tollverði á hafnarsvæðinu.

Skömmu áður hafði skip mannanna verið tollafgreitt þar sem það lá við bryggju. Þá sáu  tollverðir skipverjana tvo bera töskurnar í land og út fyrir hafnarsvæðið. Tollverðirnir eltu mennina uppi þegar þeir reyndu að hlaupast undan réttvísinni og játuðu þeir þá að eiga sitthvora töskuna.

Málinu var lokið með upptöku varningsins og sektargerð samkvæmt gildandi tollalögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert