Um 15 þúsund fyrir skatt

00:00
00:00

Blendn­ar til­finn­ing­ar eru á meðal hjúkr­un­ar­fræðinga um nýj­an stofn­ana­samn­ing. Hild­ur Dís Kristjáns­dótt­ir seg­ist t.a.m. hafa átt von á meiru þar sem búið er að skrifa und­ir. For­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir erfitt að segja til um hvaða áhrif samn­ing­ur­inn muni hafa á kjaraviðræður við aðrar stétt­ir.

Þeir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem mbl.is ræddi við eft­ir kynn­ing­ar­fund um nýja samn­ing­inn eiga von á launa­hækk­un upp á ca. 15 þúsund krón­ur fyr­ir skatta.

Björn Zoëga, for­stjóri Lands­spít­al­ans, seg­ir það þó al­veg ljóst að inn­an spít­al­ans starfi stétt­ir sem falli und­ir jafn­launa­átak rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þær stétt­ir hafi þá ákveðinn rétt til að þeirra mál séu unn­in á sam­bæri­leg­an hátt og gert var í til­felli hjúkr­un­ar­fræðinga. Hann von­ast til að kjara­bæt­urn­ar sem samið var um dugi til að all­ar upp­sagn­ir sem eiga að taka í gildi 1. mars verði dregn­ar til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert