Hlé var gert á umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá á ellefta tímanum í gær. Átján voru þá á mælendaskrá.
Á fundi í Háskóla Íslands í gær sagði Björg Thorarensen, prófessor, að þingmenn hefðu ekkert tillit tekið til tillagna sérfræðingahóps um breytingar á mannréttindakafla frumvarpsins.
Í ítarlegri umfjöllun um stjórnarskrármálið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Björg velti fyrir sér hvort mannréttindakafli í stjórnarskrá yrði betri við að fjölga ákvæðum. Flestar tegundir mannréttinda væru taldar upp í stjórnarskrám Bólivíu, Angóla og Kenía en fæstar í stjórnarskrám Noregs, Austurríkis og Frakklands.