Hættir punktasamstarfi við Icelandair

Þota í eigu Alaska Airlines er fljúgandi auglýsing fyrir kanadískar …
Þota í eigu Alaska Airlines er fljúgandi auglýsing fyrir kanadískar sjávarafurðir. mbl.is/Alaska Airlines

Slest hefur upp á vinskapinn í samstarfi flugfélaganna Alaska Airlines og Icelandair. Hefur fyrrnefnda félagið slitið samstarfi við hið íslenska félag um ferðapunkta vegna flugferða.

Þetta kemur fram á vef bandaríska blaðsins Seattle Times en þar segir að samstarfinu ljúki formlega hinn 1. júní næstkomandi. Það þýði að þeir sem safni ferðapunktum með Alaska Airlines geti ekki nýtt þá eftir þann tíma við kaup á ferðum á flugleiðum Icelandair til Evrópu.  

Að sama skapi muni farþegar með Icelandair ekki safna punktum í flugi með Alaska Airlines frá og með 1. júní.

Á heimasíðu Alaska Airlines er viðskiptavinum félagsins sem hyggja á Evrópuferð bent á önnur flugfélög til að öðlast ferðapunkta. Nefnd eru félögin Air France, American Airlines, British Airways, Delta Air Lines og KLM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert