Hugmyndir um að takmarka klám vekja athygli

Erlendir fjölmiðlar sýna hugmyndum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að takmarka …
Erlendir fjölmiðlar sýna hugmyndum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að takmarka aðgang að klámefni á netinu talsverðan áhuga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkr­ir er­lend­ir fjöl­miðlar hafa í dag og í gær fjallað um hug­mynd­ir Ögmund­ar Jónas­son­ar um að tak­marka aðgengi að klám­efni á net­inu.

Breska blaðið Daily Mail hef­ur eft­ir Höllu Gunn­ars­dótt­ur, aðstoðar­manni Ögmund­ar, að fyrst mann­kyn­inu hafi tek­ist að senda menn til tungls­ins hljóti að vera hægt að leysa það tækni­lega vanda­mál að tak­marka aðgang að klám­efni á net­inu. Hún seg­ist bjart­sýn á að frum­varp um þetta mál verði af­greitt á þessu vorþingi.

Fjallað er einnig um málið í breska blaðinu Tel­egraph. Blaðið hef­ur eft­ir Gail Dines, pró­fess­or og sér­fræðingi í klámi, að Ísland sé að taka mjög merki­legt skref sem eng­in önn­ur lýðræðisþjóð hafi reynt að stíga. Ísland sé að horfa á málið út frá nýju sjón­ar­horni, þ.e. hversu klámið fari illa með kon­ur og að um sé að ræða brot á borg­ara­leg­um rétt­ind­um.

Rúss­neski fjöl­miðill­inn rt.com skrif­ar einnig um þetta mál. Þar seg­ir að árið 2010 hafi stjórn­völd á Íslandi bannað nekt­arstaði, á þeirri for­sendu að starf­semi staðanna færi illa með kon­ur. Sam­hliða hafi stjórn­völd á Íslandi beitt sér fyr­ir rann­sókn á áhrif­um kláms á kon­ur og börn.

Írska blaðið Irish Exam­iner ræðir við Ögmund Jónas­son sem seg­ir að við verðum að geta rætt um hugs­an­legt bann við of­beld­is­fullu klám­efni, sem all­ir séu sam­mála um að sé mjög skaðlegt fyr­ir ungt fólk og geti stuðlað að of­beld­is­glæp­um.

Blaðið hef­ur hins veg­ar eft­ir Þresti Jónas­syni, tals­manni Fé­lags um sta­f­rænt frelsi á Íslandi, að hug­mynd­ir um að banna aðgang að klám­efni á net­inu séu ófram­kvæm­an­leg­ar. Hann seg­ir að efnið þurfi að fara í gegn­um síu, sem þýði að ein­hver verði í því hlut­verki að ákveða hvað megi horfa á og hvað ekki.

Norska dag­blaðið fjall­ar einnig um þetta mál í dag. Vitnað er í viðtal við Ögmund Jónas­son um þetta mál á mbl.is þar sem hann legg­ur áherslu á að hug­mynd­ir sín­ar um að tak­marka aðgengi að klám­efni séu ekki til marks um rit­skoðun.

Frétt blaðsins end­ar á því að segja að þau lönd sem reyni með ýms­um hætti að tak­marka aðgengi að klám­efni á net­inu séu t.d. Kína, Íran, Sádi-Ar­ab­ía og Jemen.

Norski fjöl­miðill­inn abcnyheter.no skrif­ar einnig frétt um þetta mál. Þar er haft eft­ir Höllu Gunn­ars­dótt­ur að börn á Norður­lönd­um séu að meðaltali 11 ára þegar þau horfi á klám­mynd í fyrsta skipti. Klám­mynd­irn­ar sem börn séu að horfa á heiti ekki leng­ur „Hot Love“ held­ur „True Anal stories“ og „Gangraped By A Foot­ball Team“.

Einnig er fjallað um málið í Washingt­on Times og í ít­ar­legri frétt á Huff­ingt­on Post.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert