Íslendingurinn hugsaður sem tálbeita

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, lét þau um­mæli falla við lok sér­stakr­ar umræðu á Alþingi í morg­un, um sam­starf ís­lenskra og banda­rískra lög­reglu­yf­ir­valda sum­arið 2011 og af­skipti stjórn­valda að því, að hann hefði trú á því að banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an (FBI) hefði ætlað sér að nota ung­an Íslend­ing, sem hún vildi yf­ir­heyra hér á landi vegna hugs­an­legr­ar árás­ar á tölvu­kerfi stjórn­ar­ráðsins, sem tál­beitu í rann­sókn sinni á mál­efn­um upp­ljóstr­un­ar­vefs­ins Wiki­leaks.

Ráðherr­ann lagði áherslu á að málið sner­ist ekki um Wiki­leaks af hálfu inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins held­ur aðeins hvort FBI hafi verið hér á landi á for­send­um rétt­ar­beiðni sem tekið hefði til starfa þeirra. Full­yrti hann að svo hefði ekki verið og því hefði þeim verið bönnuð frek­ari rann­sókn­ar­vinna hér á landi. Rann­sókn­ar­beiðnin hefði snú­ist um mögu­lega tölvu­árás en Ögmundi hefði hins veg­ar verið tjáð að rann­sókn FBI hefði snú­ist um saka­mál­a­rann­sókn í Banda­ríkj­un­um gegn Wiki­leaks.

Þessu mót­mæltu stjórn­ar­and­stæðing­ar og vísuðu í um­mæli rík­is­sak­sókn­ara sem hefði talið að um sama mál væri að ræða sem rétt­ar­beiðnin næði til. Um­mæli ráðherr­ans væri því á skjön við um­mæli rík­is­sak­sókn­ara. Var því enn­frem­ur haldið fram að málið sner­ist af hálfu Ögmund­ar um póli­tík en því höfnuðu stjórn­arsinn­ar.

Árni Þór Sig­urðss­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði einu póli­tík­ina hafa komið frá Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og máls­hefj­anda, sem hefði sakað Ögmund um að stjórn­ast af kana­fób­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert