Líklega rætt við aðra bjóðendur

Hótelinu er ætlaður staður við hlið Hörpunnar.
Hótelinu er ætlaður staður við hlið Hörpunnar. mbl.is/Júlíus

„Sá sem bauð hæst í lóðina hefur frest út þessa viku til að svara hvort hann ætli að halda áfram viðræðum. Ef hann notar ekki það tækifæri þá verður farið í viðræður við aðra bjóðendur strax í næstu viku. Verkefnið er ennþá í útboðsferli.“

Þetta segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Situsar, um viðræður sem staðið hafa yfir við hóp erlendra fjárfesta um fjármögnun hótels við Hörpu, undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar.

Sex tilboð komu í hótelið á sínum tíma og að sögn Péturs eru þær kvaðir á verkefninu að það sé unnið í samstarfi við þekkta alþjóðlega hótelkeðju. Bjóðendur voru aðallega fasteignafélög og byggingafyrirtæki sem síðan leita samstarfs við hótelkeðjur um að leigja þeim rekstur á húsinu. Miðað hefur verið við uppbyggingu á nærri 270 herbergja hóteli við Hörpu, fjögurra eða fimm stjörnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert