Milljarður rís upp gegn ofbeldi

Milljarður rís upp
Milljarður rís upp AFP

Stefnt er á femín­íska flóðbylgju klukk­an 12:15 í Hörpu í dag en þriðja hver kona verður fyr­ir of­beldi á lífs­leiðinni kyn síns vegna. Einn millj­arður kvenna og stúlkna hef­ur þegar upp­lifað kyn­bundið of­beldi.

UN Women á Íslandi, V-dags­sam­tök­in og Lunch Beat hvetja vin­kon­ur, vin­ir, mömm­ur, pabba, bræður og syst­ur að mæta í há­deg­inu í dag í Hörpu þegar einn millj­arður kvenna, karla og barna um all­an heim munu dansa til að sýna kon­um og stúlk­um sem hafa upp­lifað hafa of­beldi vegna kyns síns stuðning og krefjast þess að kyn­bundið of­beldi heyri sög­unni til, sam­kvæmt til­kynnignu.

„Við á Íslandi erum kannski ekki stór hluti af millj­arði en við get­um látið fyr­ir okk­ur fara. Tök­um þátt í því að láta jörðina hrist­ast und­an sam­taka­mætti okk­ar. Sam­an náum við ein­um millj­arði. Við ætl­um að búa til heim þar sem of­beldi þrífst ekki.

Mar­grét Erla Maack mun opna viðburðinn og Lunch Beat teymið mun sjá til þess að draga fram það besta í fólki ásamt  DJ Mar­geiri mun sjá til þess að dans­inn duni. Starfs­fólk CCP, Íslands­banka og Lands­virkj­un­ar ætla að leggja niður vinnu og mæta í há­deg­inu.  Aðgang­ur er ókeyp­is þökk sér tón­list­ar­hátíðinni Són­ar. Hægt verður að leggja frítt í bíla­stæði Hörpu á meðan dans­gleðin stend­ur yfir,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert