Óskýrt hverjir áttu að fylgjast með FBI

Merki FBI.
Merki FBI.

„Í rauninni er það mjög óskilgreint,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður um í verkahring hverra það hefði verið að fylgja því eftir að FBI-menn sem komu hingað til lands væru ekki að sinna lögreglustörfum.

„Því það stóð aldrei til að þeim yrði veitt einhvers konar eftirför eða haft með þeim eftirlit, því kom það aldrei upp,“ segir Ögmundur og bætir við að þetta sé í raun óljóst. Ennfremur segir hann: „En þegar allt kemur til alls þá er það í verkahring þeirra sjálfra,“ þ.e.a.s. að fara að tilmælum stjórnvalda.

Í dag kl. 10.30 hefst sérstök umræða á Alþingi um samskipti íslensku lögreglunnar við FBI og aðkomu ráðherra að málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert