Svifryk yfir heilsuverndarmörk

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svifryk í Reykjavíkurborg fór upp fyrir heilsuverndarmörk í dag. Heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3, en svifryk á síðasta sólarhring fór upp í 55 µg/m3.

Hæst fór svifryksmengun upp í um 130 µg/m3 á mælistöð við Grensásveg þegar bílaumferð var mest síðdegis.

Svifryk fór átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk í Reykjavík árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert