Birgitta segir „klámskjöld“ Ögmundar óframkvæmanlegan

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.

Birgitta Jóns­dótt­ir alþing­ismaður skrif­ar grein í dag í breska blaðið The Guar­di­an og seg­ir hug­mynd­ir Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra um að girða fyr­ir að ósiðsam­legt efni á net­inu sjá­ist á Íslandi með svo­nefnd­um „klámskildi“ bæði vill­andi og ófram­kvæm­an­leg­ar.

Birgitta seg­ist virða það við Ögmund að hann sé prinsippmaður og hug­rakk­ur. „En hann er kom­inn langt út í móa í til­raun­um sín­um til að girða Ísland skildi til að stöðva að klám streymi til lands­ins,“ seg­ir hún í grein sinni og var­ar við því, að rit­skoðun á net­inu jafn­gildi því að skorður séu sett­ar við tján­inga­frelsi.

Hún seg­ir það í sjálfu sér göf­ugt að vilja vernda börn fyr­ir klámi og spilafíkla fyr­ir veðmálasíðum, „en á kostnað hvers?“ spyr hún. „Staðreynd­in er sú, að laga­frum­varpið hef­ur þegar leitt til þess að mörg fyr­ir­tæki hafa spurt sig tvisvar hvort þau eigi að hýsa starf­semi sína á Íslandi. Ekki vegna þess að þau styðja klám, held­ur vegna þess að þau ótt­ast að lög­in geti þró­ast í alls­herj­ar rit­skoðun eins og þá sem er eignuð lönd­um á borð við Kína og Saudi-Ar­ab­íu,“ seg­ir Birgitta meðal ann­ars í grein sinni í the Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert