Forystumenn innan stéttarfélaga sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða eru tvístígandi yfir fréttum af mögulegum kaupum lífeyrissjóða í Arion banka eða Íslandsbanka, minnugir afleiðinga fjármálahrunsins á íslenska lífeyrissjóðakerfið.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Framtakssjóður Íslands, sem er að meirihluta í eigu 16 lífeyrissjóða, tæki þátt í viðræðum um kaup á öðrum hvorum bankanum.
Þótt lífeyrissjóðirnir eigi Framtakssjóðinn að stærstum hluta má ekki bera einstakar ákvarðanir um fjárfestingar undir þá. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir þó Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, stígi menn þessi skref „þá munu menn fara í gegnum þá ferla sem menn lentu í í hruninu og munu örugglega draga af þeim lærdóm“.