Eigendur gæludýra vilja að slakað verði á einangrun

Hunda- og kattaeigendur þrýsta á um að ekki verði lengur gerð krafa um að dýrin verði sett í einangrun við komuna til landsins heldur dugi að framvísa heilbrigðis- og upprunavottorðum eða svokölluðum gæludýravegabréfum.

Í umfjöllun um m ál þetta í Morgunblaðniu í dag kemur fram, að Matvælastofnun, dýralæknar, samtök bænda og fleiri leggjast harkalega gegn þessum hugmyndum og benda á hættuna á smitsjúkdómum.

Hundar og kettir skipta þúsundum hér á landi. Á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri eru skráðir á áttunda þúsund hundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert